Uppselt í stúku á fjórum mínútum

Tónlistarmaðurinn Damien Rice kemur fram á tónleikunum.
Tónlistarmaðurinn Damien Rice kemur fram á tónleikunum. mbl.is

Miðasala á tónleika Hættu!-hópsins, sem haldnir verða þann 7. janúar n.k., hófst kl. 10 í morgun og varð uppselt í stúku að fjórum mínútum liðnum. 95% miðanna seldust í almennri sölu.

Tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll og bera yfirskriftina „Ertu að verða Náttúrulaus? Stórtónleikar gegn Virkjanastefnunni!“. Íslenskir tónlistarmenn og erlendir leiða þar saman hesta sína en tilefni tónleikanna er að vekja athygli á umgengni við náttúru Íslands og að hún sé ekki „uppspretta raforkuvera eða álvera,“ eins og segir í tilkynningu frá Hættu!.

Ham, Damien Rice, Lisa Hannigan, Magga Stína og hljómsveit, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Zeena Parkins, Ghostigital, Damon Albarn og Egó koma fram meðal á tónleikunum auk þess sem óvæntar uppákomur verða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Loka