Mischa Barton segist aldrei ætla að fara í brjóstastækkun

Rachel Bilson og Mischa Baron.
Rachel Bilson og Mischa Baron. Reuters

Mischa Barton, sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum The O.C., segist aldrei ætla að fara í brjóstastækkun, því hún óttast að þá gæti hún orðið of kynþokkafull.

Hún var spurð hvort hún vildi hafa stærri brjóst og ávalari línur líkt og meðleikkona hennar, Rachel Bilson, en Barton svaraði: „Nei! Mér finnst ég hávaxin og grönn við hliðina á henni, og ég yrði hrædd ef ég væri með brjóst eins og hún og jafn íturvaxin.“

„Ég myndi aldrei fara í brjóstastækkun. Ég kann vel við að vera kynþokkafull svo lítið beri á. Rachel er þannig vaxin að það ber meira á kynþokka hennar,“ segir Barton ennfremur í viðtali við breska tímaritið Bliss.

Barton er 19 ára. Hún segir að sér sé meinilla við að fólk líti á sig sem „sæta stelpu“ og fólk sé sífellt að segja að hún sé of grönn. Því fylgi síðan allskyns fordómar. „Fólk hugsar: Hún er sæt og grönn svo að hún hlýtur að vera með lystarstol, þunglyndi og algjör tík.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir