24 lög frá 18 höfundum í forvali Söngvakeppninnar

Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í síðustu Söngvakeppni.
Selma Björnsdóttir var fulltrúi Íslands í síðustu Söngvakeppni. Reuters

Sjónvarpið mun á næsta ári taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í nítjánda sinn og jafnframt verða þá liðin 20 ár frá því að „Gleðibankinn“ tók þátt í keppninni. Að þessu sinni var ákveðið að halda veglega forkeppni og valdi valnefnd 24 lög úr þeim 226 lögum sem bárust í keppnina.

Lögin 24 sem keppa í undankeppninni verða frumflutt í beinni útsendingu laugardagskvöldin 21. janúar, 28. janúar og 4. febrúar. Hvert kvöld keppa 8 lög og komast 4 lög áfram í úrslitakeppnina sem fer fram þann 18. febrúar. Lögin sem komast áfram verða valin af þjóðinni í símakosningu og dómnefnd verður eingöngu til vara.

Lagið sem sigrar þann 18. febrúar keppir svo fyrir Íslands hönd í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram í Aþenu í Grikklandi þann 18. maí næstkomandi en aðalkeppnin fer fram 20. maí.

Höfundar laga og texta

Anna Mjöll Ólafsdóttir
Lag: „Nóttin er heit“ Texti: Kristján Hreinsson

Bryndís Sunna Valdimarsdóttir
Lag: „Hjartaþrá“
Texti: Bryndís S. Valdimarsdóttir

Davíð Þorsteinn Olgeirsson
Lag: „Strengjadans“
Texti: Davíð Þ. Olgeirsson

Eyjólfur Kristjánsson
Lag: „Lífið“
Texti: Eyjólfur Kristjánsson

Fanney Óskarsdóttir
Lag: „Hamingjusöm“
Texti: Fanney Óskarsdóttir

Friðrik Ómar Hjörleifsson
Lag: „Dagurinn í dag“
Texti: Kristján Hreinsson

Hallgrímur Óskarsson
Lag: „Ég hugsa til þín“
Texti: Hallgrímur/Hulda B. Eiríksdóttir

Lag: „Stjörnur“
Texti: Ragnheiður Eiríksdóttir/ Hallgrímur

Hörður G. Ólafsson
Lag: „100%“
Texti: Hörður G. Ólafsson

Íris Kristinsdóttir
Lag: „Ég sé“
Texti:Íris Kristinsdóttir

Ómar Þorfinnur Ragnarsson
Lag: „Ómar Þ. Ragnarsson“
Texti: Ómar Þ. Ragnarsson

Roland Hartwell
Lag: „Það var lagið“
Texti: Stefán Hilmarsson

Lag: „María“
Texti: Birgir S. Klingenberg

Sigurður Örn Jónsson
Lag: „Sést það ekki á mér“
Texti: Sigurður Örn Jónsson

Sveinn Rúnar Sigurðsson
Lag: „Mynd af þér“
Texti: Kristján Hreinsson

Lag: „100% hamingja“
Texti: Kristján Hreinsson

Lag: „Útópía“
Texti: Kristján Hreinsson

Sævar Benediktsson
Lag: „Flottur karl, Sæmi Rokk“
Texti: Sævar Benediktsson
Tómas Hermannsson

Lag: „Þú“
Texti: Þorvaldur Blöndal

Trausti Bjarnason
Lag: „Andvaka“
Texti:Trausti Bjarnason Lag: „Þér við hlið“
Texti: Magnús Þór Sigmundsson Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Lag: „Þú fórst út á hálan“
Texti: Einar Bárðarson

Örlygur Smári
Lag: „Hvað á ég“
Texti: Sigurður Örn Jónsson

Örlygur Smári, Niclas Kings, Daniella Vecchia
Lag: „Eldur nýr“
Texti: Sigurður Örn Jónsson

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir