Kill Bill 1 og 2 sameinaðar í eina mynd

Quentin Tarantino í Háskólabíói.
Quentin Tarantino í Háskólabíói. mbl.is/Kristinn

Nýjasti Íslandsvinurinn, hinn einstaki leikstjóri Quentin Tarantino, lýsti því nýverið yfir að hann hyggist standa fyrir því að Kill Bill komi aftur í kvikmyndahús - en þá sem ein mynd.

Þannig hafði Tarantino hugsað sér myndirnar upphaflega en misvitrir markaðsspekúlantar komu því til leiðar að "epíkin" var klippt í tvennt.

„Mig langar til að tengja myndirnar saman í eitt tilkomumikið verk," segir Tarantino.

„Myndin mun fara þannig aftur í kvikmyndahúsin. Ég hef verið að tefja þetta, einfaldlega af því að ég þurfti að taka mér hlé frá myndunum."

Búast má við þessari ríflega fjögurra stunda mynd á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir