„Vinir” snúa aftur

Jennifer Aniston þiggur litlar 306 milljónir fyrir að endurvekja Rachel …
Jennifer Aniston þiggur litlar 306 milljónir fyrir að endurvekja Rachel í Friends Reuters

Eftir að samningar náðust við leikarana í sjónvarpsþáttaröðinni Friends hefur verið ákveðið að taka upp fjóra nýja klukkustundarlanga þætti með þeim Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisu Kudrow, Matt LeBlanc, David Schwimmer og Matthew Perry. Þáttaröðin var lögð niður fyrir tveimur árum en verður nú endurreist. Reiknað er með að fjórir tvöfaldir þættir verði tilbúnir til sýninga í Bandaríkjunum að ári.

Hollywood.com vefurinn skýrði frá því að leikararnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala á mann fyrir nýju þættina, eða um 306 milljónir króna, eftir að hafa átt leynilegan fund skömmu fyrir jól. Mun Jennifer Aniston hafa verið tregust til að skrifa undir nýja samninginn, enda hefur hún fengið mest að gera í kvikmyndabransanum eftir að þáttunum lauk. Tíu þáttaraðir voru teknar upp af Friends þáttunum á sínum tíma eða 238 þættir.

Einnig hefur kvisast að uppi séu áform um nýja þáttaröð með karlstjörnunum þremur. Eftir að Joey þættirnir náðu ekki að slá í gegn hefur verið gerður tilraunaþáttur með Perry, Schwimmer og LeBlanc í þætti sem nefnist It’s A Guy thing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka