Emilíana Torrini og Sigur Rós fengu þrenn verðlaun

Emilíana Torrini flytur Sunnyroad á verðlaunahátíðinni.
Emilíana Torrini flytur Sunnyroad á verðlaunahátíðinni. mbl.is/ÞÖK

Emilíana Torrini og Sigur Rós fengu þrenn verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Plata Emilíönu, Fisherman's Woman, var valin poppplata ársins. Emilíana var einnig valin söngkona ársins og fékk verðlaun fyrir myndband ársins. Plata Sigur Rósar, Takk, var valin rokkplata ársins, sveitin var valin flytjandi ársins og fékk einnig verðlaun fyrir plötuumslag.

Bubbi Morthens og Benni Hemm Hemm fengu tvenn verðlaun. Þá fékk Sigurður Flosason ein verðlaun og tók einnig við verðlaunum fyrir hönd Stórsveitar Reykjavíkur, sem var útnefnd flytjandi ársins í jasstónlist.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Guðmundi Jónssyni, óperusöngvara og söngkennara, heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. Guðmundur söng síðan fyrir viðstadda. Hvatningarverðlaun Samtóns voru veitt Kópavogsbæ fyrir hugmyndir um byggingu tónlistarhúss. Tók Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, við viðurkenningunni.

Vinsælasta lag ársins, sem valið var af notendum vefsvæðisins Tónlistar.is, var My delusions með Ampop. Örn Elías Guðmundsson, Mugison, var valinn flytjandi ársins af netverjum. Þá fékk Sigur Rós útrásarverðlaun Reykjavíkur Loftbrúar.

Listinn yfir verðlaunahafana er eftirfarandi:

POPP

Hljómplata ársins
Fisherman’s Woman - Emilíana Torrini

ROKK/JAÐARTÓNLIST

Hljómplata ársins
Takk - Sigur Rós

DÆGURTÓNLIST

Hljómplata ársins
Ást/...Í 6 skrefa fjarlægð frá paradís - Bubbi

ÝMIS TÓNLIST

Hljómplata ársins
Benni Hemm Hemm - Benni Hemm Hemm

POPP, ROKK/JAÐARTÓNLIST, DÆGURTÓNLIST OG ÝMIS TÓNLIST

Flytjandi ársins:
Sigur Rós

Lag og texti ársins
Pabbi þarf að vinna - Baggalútur

Söngkona ársins:
Emilíana Torrini

Söngvari ársins:
Bubbi

SÍGILD- OG SAMTÍMATÓNLIST

Hljómplata ársins
Frá Strönd til fjarlægra stranda

Flytjandi ársins
Íslenska óperan - fyrir flutning á Tökin hert eftir Benjamin Britten

Tónverk ársins
Ardente - Haukur Tómasson

DJASSTÓNLIST

Hljómplata ársins
Leiðin heim - Kvartett Sigurðar Flosasonar

Flytjandi ársins
Stórsveit Reykjavíkur

Lag ársins
„Cold Front“ - Cold Front

ÖNNUR VERÐLAUN

Myndband ársins:
Emilíana Torrini - Sunnyroad

Plötuumslag ársins
Sigur Rós - Takk

Bjartasta vonin
Benni Hemm Hemm.

Guðmundur Jónsson fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Guðmundur Jónsson fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. mbl.is/ÞÖK
Sigur Rós tekur við verðlaunum.
Sigur Rós tekur við verðlaunum. mbl.is/ÞÖK
Bubbi Morthens var valinn söngvari ársins.
Bubbi Morthens var valinn söngvari ársins. mbl.is/ÞÖK
Benni Hemm Hemm tekur við verðlaunum.
Benni Hemm Hemm tekur við verðlaunum. mbl.is/ÞÖK
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er ekki flókin þegar báðir aðilar svífa um á bleiku skýi. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir