Jóna Kristín Heimisdóttir, 22 ára frá Hafnarfirði, var valin ungfrú Reykjavík í kvöld. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, sem valin var fegurðardrottning Reykjavíkur á síðasta ári, krýndi arftaka sinn á Broadway í kvöld. Jóna Kristín starfar sem stuðningsfulltrúi og stefnir á kennaranám.
Í öðru sæti varð Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, 19 ára úr Kópavogi, og í þriðja sæti varð Soffía Rún Kristjánsdóttir, 18 ára úr Garðabæ.
Ingibjörg Elín Viðarsdóttir var valin vinsælasta stúlkan og Linda Benediktsdóttir var valin ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur.
Keppnin var sýnd beint á Skjánum. Áhorfendur greiddu atkvæði og þær sem enduðu í fimm efstu sætunum voru Jóna Kristín Heimisdóttir, Dóra Björg Ingadóttir, Fjóla Karen Ásmundsdóttir, Stefanía Scheving Thorsteinsson og Ásdís Svava Hallgrímsdóttir.