Þrír í leikbann í meistaraflokki

*ÞRÍR leikmenn í meistaraflokki voru úrskurðaðir í leikbann af aganefnd HSÍ á þriðjudaginn. Romaldas Gecas, leikmaður HK, fékk þriggja leikja bann og þeir Bjarni G. Bjarnason, Þór Akureyri og Rúnar Kárason úr Fram eins leiks bann hvor. Allir vegna útilokunar og síðan komu ítrekunaráhrif til í máli Gercas.

*KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona af Akranesi, kemst ekki með landsliðinu í sundi til Amsterdam í dag vegna veikinda. Þeir sundmenn sem fara eru: Árni Már Árnason, Auður Sif Jónsdóttir, Baldur Snær Jónsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Oddur Örnólfsson og Ólöf Lára Halldórsdóttir. Allir eru sundmennirnir úr Sundfélaginu Ægi.

*BJÖRN Jónsson 15 knattspyrnumaður frá Akranesi skoraði fyrsta markið í 3:1-sigri unglingaliðs Heerenveen í Hollandi gegn PSV um sl. helgi. Björn lagði upp þriðja markið en hann hefur skorað 7 mörk á leiktíðinni fyrir unglingalið Heerenveen sem er skipað leikmönnum á aldrinum 16-17 ára. Heerenveen er í þriðja sæti deildarinnar í þessum aldursflokki en Ajax er í efsta sæti og Feyenoord kemur þar á eftir.

*SERGIO Conceicao, fyrirliði knattspyrnuliðs Standard Liege í Belgíu, hefur verið úrskurðaður í keppnisbann það sem eftir er leiktíðarinnar. Hann var settur í bann fyrir nokkru fyrir að hrækja á mótherja og kasta treyjunni sinni í dómarann þegar honum var vísað af velli fyrir hrákann. Bannið rann út í gær en belgíska sambandið ákvað að lengja það til 11. ágúst þannig að hann mun ekki geta leikið með Standard Liege sem er með eins stigs forystu í deildinni og vonast eftir að sigra í fyrsta sinn í 23 ár.

*GUUS Hiddink skrifar undir tveggja ára samning við rússneska knattspyrnusambandið á morgun. Hann tekur síðan við þjálfun rússneska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg