Leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes eignuðust dóttur í gær og hefur hún verið nefnd Suri. Móður og barni heilsast vel. Þetta er fyrsta barn þeirra en Cruise á fyrir tvö ættleidd börn. Stúlkan vó 3,4 kg og er 50,8 sm.
Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Cruise og Vísindakirkjunnar um barnsfæðingar en engar fregnir hafa borist af því hvernig fæðingin fór fram, en seinast sagðist Cruise ætla að snæða naflastrenginn og fylgjuna um leið og barnið kæmi í heiminn. Einnig sagði hann fæðinguna verða að fara hljóðalaust fram samkvæmt trúarbrögðunum. Fréttavefur BBC sagði frá þessu.