Sjónvarpsmiðill segist hafa náð sambandi við anda John Lennons

Kona virðir fyrir sér ljósmynd af John Lennon á safni …
Kona virðir fyrir sér ljósmynd af John Lennon á safni í Japan í desember í fyrra. Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York árið 1980. Reuters

Í dag verður sýndur umdeildur sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum þar sem miðill hefur samband við anda fyrrum Bítilsins John Lennons, eða öllu heldur því er haldið fram. Þeir sem vilja vera vitni að þessu verða hinsvegar að greiða tæpa 10 dali til þess að heyra hvað Lennon hefur að segja að handan. Þátturinn kallast „Andi John Lennons“.

Um er að ræða sérstakan aukaþátt sem eru sýndur á stöðinni In Demand, en þar verða áhorfendur að greiða sérstaklega fyrir hvern þátt sem þeir vilja sjá. Þeir sem sjá um skipulagningu þáttarins eru þeir hinir sömu og skipulögðu svipaðan þátt árið 2003 er miðill reyndi að hafa samband við Díönu prinsessu. Díana svaraði hinsvegar ekki kalli miðilsins þá og að auki fékk þátturinn vægast sagt lélega dóma. Hinsvegar er talið að um átta milljónir manna hafi horft á þáttinn.

Vinir Lennons hafa gagnrýnt þáttinn og segja þetta vera smekklausa leið til þess að reyna hagnast á dauða tónlistarmannsins sáluga, en hann var skotinn til bana fyrir um 25 árum. Framleiðendur þáttarins halda því hinsvegar fram að þeir séu að freista áhorfenda sem fylgjast með þáttum, sem taka á svipuðum málum, eins og „Ghost Whisperer“ og „Medium“. Þessir þættir eru sýndir á besta tíma í sjónvarpi á stóru sjónvarpsstöðvunum.

Í þættinum á rödd Lennons að heyrast á miðilsfundi sem fór fram á uppháhalds veitingahúsi hans í New York, La Fortuna. Um er að ræða fyrirbæri sem er kallað rafræn röddun, en það byggir á þeirri trú að raddir andanna tjái sig í gegnum útvarps- og sjónvarpsbylgjur.

Í þættinum hættir snögglega upptakan á La Fortuna og sögumaður segir að eitthvað undarlegt hafi gerst. Í kjölfarið er því haldið fram að í heyrnartæki eins miðilsins sé hægt að heyra dularfulla rödd.

Framleiðendurnir kalla til sérfræðings á sviði rafrænnar röddunar og hann staðfestir að röddin sé ósvikin.

Sérfræðingurinn segir að röddin sé afar skýr og að röddin hljómi líkt því hvernig Lennon sjálfur hefði talað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan