Liðsmönnum Pink Floyd boðið að spila með Waters

Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright á …
Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright á Live 8 tónleikunum í London á síðasta ári. STEPHEN HIRD

Staðfest hefur verið að Nick Mason, trommuleikari Pink Floyd, komi til Íslands og spili á tónleikum Roger Waters, sem verða í Egilshöll 12. júní næstkomandi. Er ætlunin að hann spili í seinni hluta tónleikanna en sá hluti er flutningur á plötunni Dark Side Of The Moon eins og hún leggur sig og svo í uppklappslögum.

Guðbjartur Finnbjörnsson hljómleikahaldari segir að heyrst hafi að Roger Waters hafi haft sambandi við bæði David Gilmore, gítarleikara Pink Floyd, og Rick Wright, hljómborðsleikara Pink Floyd, og boðið þeim að spila á nokkrum hljómleikum í hljómleikaferð sinni um Evrópu. Það sé þó ekki vitað að svo stöddu hvort þeir muni koma en Guðbjartur segist í stöðugu sambandi við umboðsmenn erlendis vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson