Tvö bréf til Cynthiu Lennon, fyrri eiginkonu Johns Lennon, og frænku hans, verða boðin upp á hjá uppboðshaldaranum Christie's á fimmtudag. Búist er við að allt að 15.000 pund fáist fyrir bréfin, þar sem Lennon ræðir m.a. umgengnisrétt sinn við Julian Lennon sem hann eignaðist með Cynthiu Lennon.
Fyrra bréfið, sem Lennon sendi fyrrum konu sinni árið 1974, var það fyrsta sem Lennon sendi Cynthiu eftir að þau skildu árið 1968. Þar ræðir Lennon ráðstafanir vegna þess að hann vilji fara með syni sínum í frí. Í seinna bréfinu, sem sent er eftir að John og Yoko Ono tóku saman aftur eftir 18 mánaða skilnað, kvartar hann við frænku sína, Leilu, yfir því að Cynthia leyfi honum ekki að hafa samband við son sinn.