Helena Christensen segist frekar vilja deyja en fara í megrun

Helena Christensen í New York í apríl.
Helena Christensen í New York í apríl. Reuters

Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen fullyrðir að hún vildi frekar deyja en fara í megrun. Þrátt fyrir að fyrirsætustarfið krefjist þess að hún haldi sér grannri segist hún borða allt sem sig langi í og myndi aldrei fylgja neinu tískumataræði. „Ég er með mat á heilanum,“ segir hún.

„Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem verður að gæta þess hvað það borðar mikið og fylgjast með þyngdinni. Það getur fátt verið erfiðara - nema að fæða barn,“ sagði Christensen í viðtali við breska tímaritið Grazia.

Christensen er 37 ára og á eitt barn. Hún er ekki í fullu starfi sem fyrirsæta lengur, en segir að á meðan fyrirsætustarfið átti hug hennar allan hafi hún aldrei haft áhyggjur af því að verða feit. „Það var ekki fyrr en ég fór að draga úr fyrirsætustörfunum að ég fór að huga að líkamsrækt, því að ég vil ekki verða bogin í baki eins og gömul kona.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir