Eiginkonur Starr og Harrisons til hjálpar McCartney

Paul McCartney
Paul McCartney Reuters

Bítillinn Paul McCartney er sagður afar niðurdreginn í kjölfar skilnaðar hans og Heather Mills og segir náinn vinur hans hann ekki hafa verið jafn langt niðri frá því fyrri eiginkona hans Linda lést árið 1998.

„Aðstæður hafa reynst Paul mjög erfiðar. Hann er að fara í gegn um erfitt tímabil en er þrátt fyrir allt að reyna að lifa eðlilegu lífi,” segir Mark Featherstone-Witty, vinur og samstarfsmaður McCatneys.

Þá eru dætur Pauls, þær Stella og Mary, sagðar hafa átt neyðarfundi með Ringo Starr og eiginkonu hans Barböru og Oliviu, ekkju George Harrisons, til að leita leiða til að létta lund McCartneys. „Olivia og Barbara aðstoðuðu Paul þegar Linda dó. Stella og Mary eru mjög nánar Paul og þær vildu leita leiða til að hjálpa honum,” segir ónafngreindur heimildarmaður breska blaðsins Daily Mirror. Bæði McCartney og Heather Mills hafa vísað á bug fullyrðingum fjölmiðla um að hún færi með fullt forræði tveggja ára dóttur þeirra, samkvæmt dómaraúrskurði og segja þau engar ákvarðanir enn hafa verið teknar um forræði dótturinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson