Sýnishornið úr Mission Impossible III valið það besta

Tom Cruise er væntanlega ánægður með það að sýnishornið úr …
Tom Cruise er væntanlega ánægður með það að sýnishornið úr MI3 hafi verið valið það besta. Reuters

Það þykir heldur ólíklegt að kvikmyndin Mission Impossible III, sem telur yfir tvær klukkustundir, vinni Óskarinn sem besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári, en tveggja mínútna sýnishorn (e. trailer) úr myndinni var hinsvegar valið besta sýnishornið á Golden Trailer verðlaunahátíðinni sem var nú haldin í sjöunda sinn.

Dómnefndin, en í henni voru m.a. leikstjórarnir Quentin Tarantino og Guy Ritchie, valdi sýnishornið úr Mission: Impossible III það besta af öllum sýnishornum í ár. Þá var það einnig verðlaunað sem það besta í flokki hasarmynda og í flokki stórmynda sumarsins 2006.

Aðstandendur verðlaunahátíðarinnar, sem var sett á laggirnar árið 1999, segja hana vera þá „hröðustu“ af öllum svipuðum hátíðum.

Meðal annarra kvikmynda sem fengu verðlaun fyrir besta sýnishornið voru Harry Potter og Eldbikarinn, Wedding Crashers, March of the Penguins, Good Night, and Good Luck, Match Point, Thank You for Smoking og Transamerica.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að standa á rétti þínum í dag en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlutunum en nauðsyn krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að standa á rétti þínum í dag en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlutunum en nauðsyn krefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir