Michael Jackson flytur til Evrópu

Michael Jackson smellir tveimur fingrum upp til himna á MTV-tónlistarhátíð …
Michael Jackson smellir tveimur fingrum upp til himna á MTV-tónlistarhátíð sem var haldin í Japan í lok maí. Reuters

Poppkóngurinn Michael Jackson ætlar sér að flytja til Evrópu og hefja ferilinn á nýjan leik, en Jackson hefur búið í Bahrain síðan hann var sýknaður af ásökunum um barnaníðingshátt fyrir um ári síðan.

Jackson hefur jafnframt rekið viðskiptaráðgjafa sína og ráðið fyrirtækið í New York til þess að sjá framvegis um sín viðskiptamál.

Fram kemur í tilkynningu sem var send í gær að Raymone Bain yrði næsti framkvæmdastjóri hins nýja Michael Jackson fyrirtækis, en það mun taka við af MJJ Productions sem Jackson átti.

Talskona Jacksons sagði jafnframt að hann myndi koma fram á nýjan leik.

Popparinn er nú að skoða ýmis tilboð varðandi tónleikaferðir, en hann hyggst leggjast í slíkt ferðalag innan nokkurra mánaða, að því er segir í tilkynningunni.

Jackson hafði áður greint frá því að hann hyggist gefa út plötu sem hann spáði að yrði tilbúin á næsta ári.

Fram kemur í tilkynningunni að Jackson hafi slitið tengsl sín við lögmenn sína í Bahrain og endurskoðendur sína og viðskiptaráðgjafa til margra ár þá Bernstein, Fox, Whitman, Goldman og Sloan. Talskona Jacksons segir að hann hafi ráðið Londell McMillan og The McMillan fyrirtækið sem er þekkt fyrir að snúa viðskiptarekstri við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup