Íþróttafréttamaður baðst afsökunar á hlutdrægninni

Ástralinn Mark Viduka og Ítalinn Marco Materazzi í leik liðanna …
Ástralinn Mark Viduka og Ítalinn Marco Materazzi í leik liðanna á HM. Reuters

Kínverskur íþróttafréttamaður sem missti stjórn á sér í lýsingu á leik Ítalíu og Ástralíu á HM hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í lýsingunni. Í hita leiksins gat hann ekki haft hemil á andúð sinni á ástralska liðinu, og hrópaði meðal annars: „Ég hata Ástralíu!“

Leiknum lauk með sigri Ítala, sem skoruðu sigurmarkið eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Kínverski íþróttafréttamaðurinn, Huang Jianxiang, var að lýsa leiknum í sjónvarpi, en eftir að ástralskir áhorfendur kvörtuðu baðst hann innilega afsökunar og sagðist hafa misst stjórn á tilfinningum sínum.

Þegar leið á lýsinguna fór Huang að eiga erfitt með að hafa hemil á sér, og missti út úr sér: „Lengi lifi Ítalía!“ Síðan opnuðust flóðgáttirnar og í nokkrar mínútur jós hann Ítalíu lofi og Ástralíu fúkyrðum. Eftir að hafa að leik loknum hlustað á lýsingu sína viðurkenndi Huang að eigin tilfinningar hefðu litað hana einum of mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir