Kanadamaðurinn Kyle Macdonald hefur stundað vöruskipti á netinu undanfarið ár. Hann byrjaði með eina rauða bréfaklemmu sem hann skipti fyrir penna og þannig koll af kolli. Á einu ári og fjórtán vöruskiptum síðar skipti hann á hlutverki í kvikmynd og heilu fjögurra herbergja húsi í bænum Kipling í Saskatchewan í Kanada.
Vöruskiptahugmyndin hefur gert hann frægan meðal netverja og hægt er að sjá nánar um vöruskiptaferlið á heimasíðu Macdonalds oneredpaperclip.blogspot.com