Gibson biðst afsökunar á ummælum og ölvunarakstri

Gibson hefur beðist afsökunar á orðum sínum, sem hann segir …
Gibson hefur beðist afsökunar á orðum sínum, sem hann segir auvirðileg AP

Leikarinn Mel Gibson er heldur illa staddur þessa dagana, fyrir skemmstu var hann kærður fyrir ölvunarakstur eftir að hafa verið handtekinn á 140 kílómetra hraða á klukkustund, tvöföldum löglegum hraða. Lögreglan í Los Angeles hefur nú hafið rannsókn á fjandsamlegum ummælum hans um gyðinga hann er sakaður um að hafa haft uppi við handtökuna. Hann hefur í kjölfarið gefið út yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á athæfi sínu og ummælunum.

Í yfirlýsingunni segist Gibson hafa verið stjórnlaus þegar hann var handtekinn og að hann hafi sagt auvirðilega hluti sem hann trúi ekki sjálfur. Þá segist hann hafa barist við áfengissýki öll sín fullorðinsár og að hann sjái mjög eftir hrösun sinni.

Auk þess að biðjast afsökunar sagðist hann þakka fyrir að hafa ekki skaðað aðra með gjörðum sínum og að hann hafi þegar gripið til ráðstafana til að ná heilsu á ný.

Mel Gibson er þekktur leikari, hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Braveheart, en kvikmyndin ,,Passion of the Christ" sem er nýlegri var mjög umdeild en halaði inn um 600 milljónir dala í kvikmyndahúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir