Rapparinn Puff Daddy, Puffy, P Diddy, Diddy eða Sean Combs líkt og hann heitir réttu nafni neyðist til að skipta um nafn enn eina ferðina eftir að breskur útsetjari, sem kallar sig Diddy, fór í mál við Combs. Kornið sem fyllti mælinn var ákvörðun P Diddy um að hætta að notast við stafinn P í hinu nýja nafni sínu. Fóru þá hinum breska Diddy að berast undarlegir tölvupóstar, m.a. frá dansmeyjum og fatahönnuðum sem vildu starfa með rapparanum.
Combs þarf að greiða Diddy 100.000 pund í lögfræðikostnað og 10.000 pund til viðbótar í skaðabætur. Meginkostnaður Combs liggur þó væntanlega í markaðssetningu á nýju nafni í kjölfar dómsins.