Myrkur um borg og bý

mbl.is/Ómar

Slökkt verður á götuljósum í öllum sveitarfélögum frá Reykjanesi og upp á Akranes milli klukkan 22 og 22.30 á morgun í tengslum við upphaf Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Að sögn Andra Snæs Magnasonar rithöfundar, sem átti frumkvæði að myrkvuninni, var ákvörðun tekin um það í Reykjanesbæ og á Akranesi á mánudag að þau myndu slást í hóp sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem ætla að slökkva á götuljósum sínum á morgun.

Andri segir að myrkvunin hafi verið mjög vel skipulögð og undirbúin og öll lögregluumdæmi á svæðinu hafi tekið þátt í henni. Líta megi á myrkvunina sem stóran gjörning og segja megi að hún sé eins og ein myndin á kvikmyndahátíðinni. "Það er alveg frumsýningarskrekkur í mér," segir Andri Snær.

Hann bendir á að myrkvunin fari fram á forvarnadegi fjölskyldunnar sem forsetaembættið hafi átt frumkvæði að. Fólk sé því hvatt til þess að vera heima hjá sér og njóta myrkursins þar með sínum nánustu. Fólk sé jafnframt hvatt til þess að slökkva ljósin heima hjá sér.

Myrkursins verði langbest notið í heiðskíru veðri en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að skil gangi yfir landið á morgun og að fram eftir kvöldi verði fremur skýjað og þungbúið veður. Andri segir að þótt ekki verði heiðskírt sé um að gera að njóta myrkursins. "Það eru margir sem hafa ekki séð hvernig heimurinn lítur út og umhverfi okkar," segir hann. Þá ætli Þorsteinn Sæmundsson að lýsa himninum fyrir fólki í beinni útsendingu á Rás 2. "Ef skilyrði verða eins og best verður á kosið ættu menn að fara út með lítið vasaútvarp og teppi og leggjast út í garð og hlusta á lýsinguna."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka