Paul Wolfowitz, framkvæmdastjóri Alþjóðbankans, er nú í heimsókn í Tyrklandi. Hann skoðaði m.a. mosku í bænum Edirne í vesturhluta Tyrklands og þurfti að fara úr skónum áður en hann gekk inn. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, kom þá í ljós stórt gat á báðum gráu íþróttasokkunum, sem bankastjórinn klæddist og stóru tærnar gægðust út.
Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum eru árslaun framkvæmdatjórans 391 þúsund dalir, eða jafnvirði um 27 milljóna króna.