Sidney Sheldon látinn

Sidney Sheldon.
Sidney Sheldon. Reutes

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Sidney Sheldon lét í Los Ang­eles í gær, 89 ára að aldri. Bana­meinið var lungna­bólga. Bæk­ur Sheldons seld­ust í sam­tals yfir 300 millj­ón­um ein­taka og hann hlaut Óskar­sverðlaun fyr­ir kvik­mynda­hand­rit árið 1947 fyr­ir mynd­ina The Bachel­or and The Bobby Soxer, með Shir­ley Temple og Cary Grant í aðal­hlut­verk­um.

Sheldon fædd­ist árið 1917, son­ur þýsks föður og rúss­neskr­ar móður. Hann byrjaði að skrifa í Hollywood tví­tug­ur að aldri og vann við hand­rit og kvik­mynd­ir og skrifaði einnig söng­leiki. Árið 1942 voru þrír söng­leik­ir eft­ir hann sýnd­ir á Broadway.

Eft­ir stríðið, þar sem hann þjónaði sem orr­ustuflugmaður, fór Sheldon aft­ur til Hollywood og hóf á ný að starfa við kvik­mynd­ir. Hann fékk m.a. veðlaun fyr­ir hand­rit mynd­ar­inn­ar Ea­ster Para­de árið 1948 og Annie Get Your Gun árið 1951. Þá fékk hann Tony verðlaun fyr­ir söng­leik­inn Red­head árið 1959.

Fyrsta skáld­saga Sheldons, The Naked Face, kom út árið 1969. Gagn­rýn­end­ur tættu bók­ina í sig en hún náði met­sölu. Önnur bók­in, The Ot­her Side of Midnig­ht, var í efsta sæti á met­sölu­lista New York Times í 52 vik­ur, sem þá var met.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell