Skilorðsbundinn dómur fyrir að skemma fræga hlandskál

Listaverkið sem Pierre Pinoncelli skemmdi.
Listaverkið sem Pierre Pinoncelli skemmdi. Reuters

Tæplega áttræður franskur listamaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á listaverkið Lindina með hamri og skemma það. Lindin, sem Frakkinn Marchel Duchamp skapaði árið 1917, lítur í margra augum út eins og venjuleg hlandskál en verkið var samt valið áhrifamesta listaverk 20. aldarinnar í skoðanakönnun meðal listfræðinga fyrir nokkrum árum.

Sprunga kom í Lindina þegar Pierre Pinoncelli barði á verkið með hamri í janúar á síðasta ári. Sjálfur segir Pinoncelli, að árásin hafi verið gjörningur og með honum hafi hann viljað heiðra Duchamp, sem var einn helsti forvígismaður Dadaismans svonefnda.

„Ég vildi heiðra anda Dada," sagði Pinoncelli, sem kvartaði hástöfum yfir því skilningsleysi, sem listsköpun hans væri sýnd þegar dómurinn var kveðinn upp.

Pinoncelli réðist einnig á hlandskálina árið 1993. Auk skilorðsbundins fangelsisdóms var hann dæmdur til að greiða jafnvirði 1,3 milljóna króna til að lagfæra verkið, sem var til sýnis í Pompidou listasafninu í París. Til eru átta eintök af Lindinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen