Radcliffe vonar að Harry Potter deyi

Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter.
Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter. Reuters

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn Harry Potter í samnefndum kvikmyndum, segist ekki geta beðið eftir því að fá tækifæri til þess að lesa síðustu bókina í seríunni. Þá segist hann vonast eftir því að Harry Potter muni deyja.

Höfundur bókanna, J.K. Rowling, hefur lokið sjöundu og síðustu bókinni, sem ber heitið Harry Potter and the Deathly Hallows, og hún mun verða til sölu í bókabúðum þann 21. júlí nk.

Radcliffe, sem hefur leikið í öllum Harry Potter kvikmyndunum sem hafa verið gerðar, vill kveðja seríuna á áhrifaríkan máta, eða með því að Potter láti lífið á dramatískan hátt.

„Ég er eiginlega að vona að ég muni deyja í henni. Ég held að það eina leiðin sem Jo (Rowling) geti endað hana og það blundar í mér melódramatísk þörf fyrir dauðasenu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir