Hvítasunnudagur fór á 15,25 milljónir króna

Hvítasunnudagur eftir Kjarval.
Hvítasunnudagur eftir Kjarval. mbl.is

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval var selt fyrir 1,3 milljónir danskra króna, jafnvirði 15,25 milljóna íslenskra króna, í uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Matsverð á verkinu var 100-150.000 danskar krónur, tæpar 1,8 milljónir króna.

Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og uppboðshaldarí í Gallerí Fold, segir að við verðið bætist 20% uppboðsgjald og 5% höfundarréttargjald, og þegar verkið verður flutt til Íslands þurfi að greiða virðisaukaskatt. Að öllu þessu viðbættu sé heildarupphæðin líklega tæpar 25 milljónir íslenskra króna.

Tryggvi segir að Gallerí Fold hafi keypt verkið fyrir hönd íslensks viðskiptavinar. Hann vill aftur á móti ekki greina frá því hver viðskiptavinurinn er. Aldrei séu gefnar upplýsingar um viðskiptavini gallerísins.

Tryggvi segir erfitt að segja hvaða verk eftir íslenskan myndlistarmann hafi selst fyrir hæst verð fram til þessa. Ef Ólafur Elíasson sé talinn íslenskur myndlistarmaður, en hann er af íslenskum ættum, eigi hann áreiðanlega dýrasta verkið miðað við stöðu hans á myndlistarmarkaði í heiminum. Hvað varðar verk eftir aðra íslenska myndlistarmenn sé erfitt að vita hvað hafi verið keypt hæstu verði þar sem slík kaup fari oft fram milli einstaklinga og því ekki tilkynnt um kaupverð.

Tryggvi segir að fyrir allmörgum árum hafi Listasafn Íslands keypt verk eftir Svavar Guðnason á hátt á fjórðu milljón króna og þá hafi það þótt feykilega dýrt. Dýrustu verk séu nú seld fyrir margfalt hærri upphæð, til dæmis hafi málverk eftir Jón Stefánsson verið selt milli manna á átta milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup