Jethro Tull til Íslands í september

Ian Anderson.
Ian Anderson.

Breska hljómsveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í haust og kemur fram á tvennum tónleikum í Háskólabíói, 14. og 15. september. Sveitin hefur áður haldið tónleika hér á landi, árið 1992 á Akranesi, og Ian Anderson, forsprakki Jethro Tull, kom til Íslands og hélt tónleika á síðasta ári.

Birgir Daníel Birgisson undirritaði nú í vikunni samninga um tónleika Jethro Tull við umboðsmenn hljómsveitarinnar fyrir hönd Performer ehf.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1968 og í henni eru ennþá tveir af frumherjunum: Ian Anderson, söngvari, flautuleikari og gítarleikari og Martin Barre gítarleikari. Jethro Tull hefur gefið út alls 30 plötur og diska, sem selst hafa í yfir 60 milljónum eintaka. Tónleikarnir eru alls orðnir yfir 2.500 talsins í um 40 löndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan