Læða sem kínverskur búðareigandi hafði fengið sér til að veiða mýs í barnafataverslun sinni eignaðist fimm kettlinga fyrir tíu dögum og hefur haft hægt um sig í pappakassa og annast kettlingana og eina mús sem hefur bæst í hópinn.
„Hún er í kassanum allan daginn og lítur til með kettlingunum en fyrir þremur dögum fann einn starfsmaður litla mús að leika sér með kettlingunum,” sagði eigandi verslunarinnar sem er í Shijiazhuang-borg.
Mýslu var hent út á götu en kisa fór þá og náði í hana aftur til að leika við kettlingana og læðan verður stygg ef einhver skiptir sér af músinni. Ananova fréttavefurinn hefur þetta eftir kínverska eftirmiðdagsblaðinu Yanzhao.