Réttarhöld yfir Spector hafin

Phil Spector mætir í réttarsalinn í dag.
Phil Spector mætir í réttarsalinn í dag. AP

Upphafsræður voru fluttar í dag í réttarhöldum yfir bandaríska upptökustjóranum Phil Spector, sem ákærður hefur verið fyrir að skjóta unga leikkonu til bana fyrir fjórum árum. Saksóknari sagði í sinni ræðu, að Spector ætti það til að hegða sér einkennilega og yrði þá hættulegur öðrum.

Spector, sem er 67 ára, virtist taugaóstyrkur þegar hann fylgdist með Alan Jackson, saksóknara, flytja mál sitt. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Kalíforníu þar sem þau fara fram.

Jackson sagði, að gögn yrðu lögð fram sem sönnuðu að Spector hefði stungið hlaðinni skammbyssu upp í leikkonuna Lana Clarkson 3. febrúar 2003 og hleypt af.

Lögmenn Spectors munu flytja upphafsræður sínar síðar í dag en Spector hefur lýst yfir sakleysi sínu. Larry Paul Fidler, dómari, lagði kviðdómnum línurnar og sagði að dómendur yrðu að gera ráð fyrir sakleysi sakborningsins nema saksóknara tækist að sanna sekt hans.

Vali á kviðdómnum lauk í síðustu viku. Saksóknarar fullyrtu í gær að verjendur reyndu skipulega að koma í veg fyrir að konur sætu í dómnum en dómarinn var ekki á sama máli. 9 karlar og 3 konur skipa kviðdóminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir