Rove sagður hafa hrækt á Sheryl Crow

Sheryl Crow.
Sheryl Crow. AP

Nú er fullyrt, að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, hafi hrækt á söngkonuna Sheryl Crowe í matarboði í Hvíta húsinu fyrir viku. Áður hafa borist fréttir af því að þau þau Crow og Rove hafi lent í hörðum deilum í veislunni.

Robert F. Kennedy Jr., sem var í veislunni, segir í tímaritinu New York Magazine að þær Crow og Laurie David, sem þekkt er fyrir baráttu fyrir umhverfisvernd, hafi reynt að ræða hlýnun andrúmsloftsins við Rove á afar kurteislegan og vingjarnlegan hátt. Hann hafi hins vegar svarað með þjósti og æsingurinn hafi verið svo mikill að hann hafi hreinlega hrækt á konurnar.

Rove hefur átt í erfiðleikum að undanförnu vegna ýmissa mála, þar á meðal var hann bendlaður við að nafn útsendara CIA komst í fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup