Íslendingur tekur þátt í nýjum raunveruleikasjónvarpsþætti

Upptökur eru að hefjast á þáttaröðinni On The Lot, sem framleidd er af Mark Burnette og Steven Spielberg. Markmið þáttaraðarinnar er að finna efnilega kvikmyndagerðarmenn og því var auglýst eftir stuttmyndum. Tólf þúsund stuttmyndir bárust alls staðar að úr heiminum og voru 50 kvikmyndagerðarmenn valdir úr þeim hópi, þar á meðal ungur íslenskur kvikmyndagerðarmaður, að sögn SkjásEins, sem sýnir þættina.

Kvikmyndagerðarmennirnir fara til Hollywood og þar mun dómefnd meta stuttmyndina sem þeir sendu inn. Einnig þurfa þeir að kynna hugmynd fyrir dómurunum, mynda og klippa stuttmynd á 24 tímum og kvikmynda atriði með aðstoð fagmanna. Dómararnir velja síðan 18 úr hópnum sem halda áfram. Í hverri viku munu keppendurnir framleiða myndir og að lokum mun einn þeirra vinna milljón dala þróunarsamning við DreamWorks.

Í dómnefndinni eru leikkonan Carrie Fisher og leikstjórarnir Brett Ratner, Garry Marshall og Jon Avnet.

Fyrsti þátturinn verður sýndur á SkjáEinum miðvikudaginn 23. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir