Jóhann lagði upp sigurmark GAIS

Jóhann B. Guðmundsson lagði upp sigurmark GAIS sem vann óvæntan útisigur á Djurgården, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hann átti góða aukaspyrnu, beint á Mattias Östberg sem skoraði. Þeir Jóhann og Eyjólfur Héðinsson léku báðir allan leikinn með GAIS en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården.

IFK Gautaborg komst í annað sæti úrvalsdeildarinnar með sigri á Gefle, 2:0. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson léku báðir allan leikinn með Gautaborg.

Stefán Þ. Þórðarson lagði upp fyrra mark Norrköping sem gerði jafntefli, 2:2, við Häcken í sænsku 1. deildinni í gær. Hann lék allan leikinn með Norrköping en Garðar B. Gunnlaugsson fór af velli á 58. mínútu. Lið þeirra datt af toppnum og í annað sæti við þessi úrslit en er eina ósigraða lið 1. deildar. Ari Freyr Skúlason lék fyrri hálfleikinn með Häcken sem er í 7. sæti. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Öster sem steinlá gegn Sundsvall, 3:0.

Norski kylfingurinn Suzann Pettersen sigraði á LPGA móti í Bandaríkjunum um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem norsk kona sigrar á mótaröðinni. Suzann er 26 ára og tileinkaði móður sinni sigurinn vegna þess að í apríl, þegar Mona móðir hennar var í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum, voru þær í verslunarferð og búðirnar voru þegar farnar að auglýsa mæðradaginn. Mona fór síðan heim til Noregs en dóttir hennar vann sitt fyrsta mót á mæðradaginn, alveg eins og mamma hennar hafði óskað sér.

Suzann vann Jee Young Lee frá Suður-Kóreu í umspili á þriðju holu. Báðar voru þær á 10 höggum undir pari. Suzann hefur byrjað vertíðina vel, tvívegis orðið í öðru sæti og nú því fyrsta og fékk um 20 milljónir króna fyrir árangurinn. Fyrir mótið var hún í 23. sæti á heimslista kvenna en hækkar sig verulega með sigrinum.

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu í dag og talið er fullvíst að Sam Allardyce verði þar kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri hjá félaginu. Allardyce hætti óvænt hjá Bolton fyrir skömmu og Glenn Roeder hætti sem knattspyrnustjóri Newcastle.

Jimmy Floyd Hasselbaink er hættur hjá Charlton og er þar með fyrsti leikmaðurinn sem yfirgefur félagið eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni. Hasselbaink, sem er 35 ára gamall, lék aðeins eitt tímabil með Charlton en hann kom til liðsins frá Middlesbrough. Hann kom við sögu í 25 leikjum Charlton á tímabilinu en tókst aðeins að skora 2 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir