Branagh með Cruise í Valkyrjunni

Kenneth Branagh.
Kenneth Branagh. AP

Kenneth Branagh mun ásamt Tom Cruise fara með stórt hlutverk í kvikmyndinni Valkyrjan, sem fjalla á um tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum. Branagh mun leika þýskan generál sem aðstoðaði við að skipuleggja tilræðið. Cruise leikur aðalhlutverkið í myndinni, manninn sem reyndi að myrða Hitler.

Myndin verður byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar foringjar í þýska hernum lögðu á ráðin um og gerðu tilraun til að ráða Hitler af dögum.

Greint var frá því í vetur að Cruise myndi leika í myndinni. Leikstjóri hennar verður Bryan Singer, sem leikstýrði The Usual Suspects og Superman Returns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar