Fékk ljóðasöngsverðlaun á Spáni

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. mbl.is/ÞÖK

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona, hlaut um helgina ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegri söngkeppni Zamoraborgar á Spáni fyrir flutning sinn á laginu Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Hátt í níutíu söngvarar frá ýmsum þjóðlöndum tóku þátt í keppninni.

Guðrún Jóhanna hefur á ýmsum tónleikum á Spáni kynnt íslenska tónlist og fyrr í þessum mánuði flutti hún meðal annars umrætt lag Sigvalda Kaldalóns á einsöngstónleikum með norrænni efnisskrá í menningarstofnuninni Fundación Juan March í Madríd, en þeim tónleikum var útvarpað beint af Ríkisútvarpi Spánar, Radio Clásica. Í nóvember á síðasta ári var bein útsending í Radio Clásica frá tónleikum Guðrúnar Jóhönnu og Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara í Madríd, þar sem þau fluttu um 30 íslensk lög, meðal annars fjögur eftir Kaldalóns, þar á meðal Ave María.

Upptaka með söng Guðrúnar á áðurnefndu lagi við undirleik Jónasar Ingimundarsonar kom út á síðasta ári hjá Smekkleysu á geisladisknum Íslensk einsöngslög II - Ég lít í anda liðna tíð.

Guðrún kemur næst fram á Íslandi í titilhlutverki óperunnar Carmen eftir Bizet með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún mun einnig syngja á tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur í Hveragerði í júní og á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka