Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla

Ekkert spennandi!
Ekkert spennandi! mbl.is

Sífellt fleiri karlmenn leita sér aðstoðar í Danmörku vegna skorts á kynlífslöngun, samkvæmt upplýsingum Ellids Kristensen, yfirlæknis Sexologisk Klinik á danska Ríkisspítalanum. Vandinn er algengari meðal kvenna en á undanförnum fimm til tíu árum hefur hans orðið vart í vaxandi mæli bæði meðal kvenna og karla. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Þetta tengist að hluta til nútímasamfélaginu. Karlar eru undir miklu álagi. Það er streita innan fjölskyldunnar, kynjahlutverkin eru óljós og það leiðir til daglegra umræðna um það hver eigi að sinna hvaða verki. Allt stuðlar þetta að því að sífellt fleiri karlmenn finna fyrir löngunarskorti,” segir Kristensen.

Þá segir hún að karlar geti ekki lengur skilgreint kynlífsvanda sinn sem ristruflanir þar sem komin séu á markað áhrifarík lyf gegn slíku. Þeir verði því að viðurkenna að vandinn sé annar.

“Kynjahlutverkin hafa breyst þannig og nú eru konurnar sterkari og karlarnir mýkri og varkárari. Þetta hefur svipt þá karlmennsku sinni og þori til að segja konunni að þá langi í hana,” segir kynlífsfræðingurinn Josefine Eiby. “Við konurnar þurfum að muna að það skilar sér í betra kynlífi sleppum við aðeins stjórninni.”

Um þriðjungur þeirra sem leita sér aðstoðar hjá deildinni vegna löngunarskorts eru nú karlar en fyrir fimm til tíu árum voru það nær eingöngu konur sem leituðu sér aðstoðar vegna slíkra vandamála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir