Loos segir Beckhamhjónin standa í þakkarskuld við sig

Rebecca Loos, í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina.
Rebecca Loos, í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina. AP

Rebecca Loos, fyrrum barnfóstra Beckhamhjónanna sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við David Beckham árið 2004, segist líta svo á að fjölskyldan standi í þakkarskuld við sig fyrir að greina frá sambandinu. Victoria Beckham greindi nýlega frá því opinberlega að staðhæfingar Loos hefðu sært sig mjög en í raun orðið til þess að styrkja samband þeirra hjóna.

“Á vissan hátt ættu þau að vera þakklát fyrir að þetta skyldi koma upp,” segir hún í viðtali við breska blaðið Daily Star. “Það gerði þau sterkari. Nú tala þau jafnvel um að eignast enn eitt barnið. Það hefur allt sinn tilgang, jafnvel slæmu hlutirnir. Ég held að hjónaband þeirra sé sterkara nú en áður. Victoria stóð með David og það er það sem skiptir mestu máli.”

Hún segist hins vegar telja að það geti reynst fótboltakappanum erfitt að standast fegurðardísirnar í Los Angeles. “Það eru íðilfagra stúlkur þar. Ég veit ekki hvort hann á eftir að hegða sér vel.

Þá segist hún ekki hafa neina sektarkennd yfir því sem gerðist. “Hann vissi hvað hann var að gera þegar hann tældi mig. Það var hann sem var kvæntur. Það var hann sem hafði gengist undir hjúskaparheitin. David er sá sem ber sökina, hvorki ég né Victoria," segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson