Heimir Örn með 10 mörk

Heimir Örn Árnason skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Ólafur Víðir Ólafsson 8 þegar lið þeirra vann Víking, 34:30, í fyrstu umferðinni á Ragnarsmótinu í handknattleik sem hófst á Selfossi í fyrrakvöld. Heimir kom til Stjörnunnar frá Fylki í sumar og Ólafur Víðir missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Ásbjörn Stefánsson gerði 12 mörk fyrir Víkinga í leiknum.

Haukar lögðu Fram, 29:26, þar sem Freyr Brynjarsson, Halldór Ingólfsson, Arnar Jón Agnarsson og Gunnar Berg Viktorsson gerðu 4 mörk hver fyrir Hauka. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Framara og Björn Guðmundsson 4.

Önnur umferð Ragnarsmótsins fór fram í gærkvöld og þá unnu Haukar 32:24 sigur á Selfyssingum. Kári Kristjánsson gerði níu mörk fyrir Hauka en þeir Ramunas Mikalonis og Michal Dostalík skoruðu hvor um sig fimm mörk fyrir Selfoss.

Í seinni leik gærkvöldsins á Ragnarsmótinu vann íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, lið Víkinga, 37:34. Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir landsliðið en Sveinn Þorgeirsson 11 mörk fyrir Víkinga.

Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu í leik með varaliði Norrköping gegn Sirius í Svíþjóð á mánudaginn. Leikurinn endaði 4:0 en Garðar er að jafna sig eftir meiðsli og mun væntanlega leika með aðalliði félagsins í næsta leik. Garðar er markahæstur í sænsku 1. deildinni með 13 mörk í 17 leikjum.

Bo Henriksen, Daninn sem lék með Fram og ÍBV í knattspyrnunni hér á landi, hefur framlengt samninginn sem þjálfari danska liðsins Brönshöj í Kaupmannahöfn. Hann gerði tveggja ára samning. Henriksen tók við liðinu í vetur þegar það var við fall úr austurhluta 2.deildar og það er nú í þriðja sæti undir hans stjórn.

Brasilíska knattspyrnustjarnan Ronaldinho, leikmaður Barcelona á Spáni, mun á næstu dögum hljóta spænskt ríkisfang. Þetta er kærkomin staðreynd fyrir Börsunga því samkvæmt reglum á Spáni er liðum heimilt að hafa að hámarki þrjá leikmenn innanborðs sem fæddir eru utan Evrópu, nema þeir hafi hlotið spænskt ríkisfang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki útlitið blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Það er einhver uppreisn í þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Camilla Läckberg