Einar Ágúst Víðisson ætur allt flakka í átakanlegu viðtali sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar. Af viðtalinu að dæma er ljóst að Einar Ágúst hefur gengið niður til heljar, eins og sagt er, en á tímabili var hann svo illa farinn af neyslu eiturlyfja að hann var búinn að hrekja í burtu fjölskyldu sína og vini og hafðist við í bíl á næturnar. En með hjálp bróður síns og annarra er Einar kominn á rétt ról aftur, heimtur úr helju, og framtíðin blasir bjartari við en hann gat ímyndað sér fyrir ári.
Einar Ágúst undirbýr nú tvær plötur sem hann stefnir á að gefa út áður en langt um líður. Önnur mun vera plata með vögguvísum sem verður seld til styrktar Konukoti en hin mun vera poppuð gítartónlistarplata sem Einar hefur haft í maganum í mörg ár.
Batnandi manni er best að lifa.