Alma í Nylon heldur sjálfstyrkingarnámskeið

Alma Guðmundsdóttir.
Alma Guðmundsdóttir.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur - halldora@bladid.net

„Okkur fannst vanta þennan faktor sem nýtist manni best daglega, þ.e.a.s framkoma, sjálfsöryggi og sjálfstraust. Þetta skiptir svo rosalega miklu máli í öllu sem við erum að gera. Ekki bara starfinu heldur daglegu lífi, hvort sem fólk er að sækja um vinnu eða stússast í sínum skyldum. Þetta kemur alltaf við sögu og við getum alltaf bætt okkur og byggt upp hvað þetta varðar. Það eru bara svo margir þættir sem spila saman í hverri manneskju. Til þess að hafa jafnvægi og líða vel vill maður hafa öryggi á sem flestum sviðum."

Á námskeiðinu verður farið í saumana á öllu er viðkemur framkomu, feimni, sjálfsáliti, líkamsburði, heilsu, förðun, sjálfsvörn, markmiðasetningu og fjármálum auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast leikrænni tjáningu.

Kennt verður einu sinni í viku frá 24. september til 26. nóvember í eina og hálfa klukkustund í senn og verða valinkunnir einstaklingar með fræðsluerindi hverju sinni. Meðal þeirra eru Freyja Haraldsdóttir, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Yasmin Olsen, Agnar Jón Egilsson og Elín Káradóttir.

Nálgast má frekari upplýsingar og skráningu á heimasíðunni www.namskeid.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka