Skid Row á NASA

Glysrokksveitin Skid Row heldur tónleika á Nasa á fullveldisdaginn 1. …
Glysrokksveitin Skid Row heldur tónleika á Nasa á fullveldisdaginn 1. desember.

Bandaríska þungarokkshljómsveitin Skid Row er væntanleg hingað til lands, en hún mun halda tónleika á NASA á fullveldisdaginn, 1. desember. Um er að ræða síðustu tónleika sveitarinnar í Evróputúr hennar.

Skid Row kemur hingað til lands á vegum íslensku rokksveitarinnar Sign, en eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir rúmum mánuði síðan mun Sign hita upp fyrir Skid Row á tónleikaferð sveitarinnar um Bretlandseyjar í nóvember. Alls er um að ræða 12 tónleika víðsvegar um Bretland dagana 13. til 25. nóvember. Liðsmenn Sign eru að sögn miklir aðdáendur Skid Row og gerðu meðal annars lag þeirra, „Youth Gone Wild", að sínu á safndiski á vegum tímaritsins Kerrang! Líkt og á tónleikunum í Bretlandi mun Sign hita upp fyrir Skid Row á NASA.

Skid Row var stofnuð árið 1986 og var ein vinsælasta rokksveit heims undir lok níunda áratugar síðustu aldar, en hún var gjarnan kennd við glysrokkstefnuna svokölluðu.

Miðasala fer fram á midi.is og hefst hún mánudaginn 29. október.

www.skidrow.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan