Erlendir fjölmiðlar nefna manninn sem varð fyrir fjárkúgunartilraun

Buckinghamhöll.
Buckinghamhöll. Reuters

Bandarískar sjónvarpsstöðvar sögðu í nótt, að sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, sem tveir menn eru sakaðir um að hafa reynt að beita fjárkúgun, sé Linley greifi, 45 ára gamall sonur Margrétar, systur Elísabetar Englandsdrottningar. Breskir fjölmiðlar, sem ekki mega nefna manninn vegna dómsúrskurðar, segja að hann íhugi að koma fram opinberlega.

Breskir fjölmiðlar nefndu hins vegar í gær mennina tvo, sem eru í haldi grunaðir um að hafa reynt að kúga greifann til að greiða 50 þúsund pund gegn því að myndband þar sem hann er sagður hafa átt kynmök með öðrum manni, liti dagsins ljós.

Eins og kom fram í gær heita sakborningarnir Ian Strachan og Sean McGuigan. Þeir eru í gæsluvarðhaldi og eiga að koma fyrir rétt 20. desember. Strachan, sem er þrítugur og fæddur skammt frá Aberdeen í Skotlandi, notaði upphaflega nafnið Paul Adalsteinsson en faðir hans er af íslenskum ættum. Strachan tók upp nafn móður sinnar eftir að hún skyldi við föður hans fyrir og flutti til Chelsea í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup