Hver er Vífill?

Hver er hinn eini sanni Vífill Atlason? spyrja eflaust margir sig núna.

Skagamaðurinn Vífill komst í fréttirnar í gærdag fyrir að hafa hringt í Hvíta húsið og pantað símaviðtal við George Bush, forseta Bandaríkjanna, undir nafni Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Uppátæki Vífils vakti nokkra athygli í gær og sóttust ýmsir fjölmiðlar eftir viðtali við hann. Vífill birtist síðan í viðtali í Kastljósi RÚV og í fréttum Stöðvar 2. Athygli vakti að ekki var um sama manninn að ræða þó báðir kæmu þeir fram undir sama nafni.

Samkvæmt bloggsíðu bróður Vífils, Mána Atlasonar, var þetta bara enn einn hrekkurinn. Vífill og vinur hans fóru hvor í sitt viðtalið, þ.e hinn eini sanni Vífill fór í viðtal við Kastljósið meðan vinur hans mætti undir nafni hans í viðtal við fréttir Stöðvar 2.

Sannkallaðir prakkarar þar á ferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir