Nicole eignast stúlku

Nicole Richie er hún kom fyrir rétt í fyrra.
Nicole Richie er hún kom fyrir rétt í fyrra. Reuters

Samkvæmisljónið Nicole Richie og kærastinn hennar, rokkarinn Joel Madden, eignuðust dóttur í gær. Hún kom í heiminn á sjúkrahúsi í Los Angeles og hlaut nafnið Harlow Winter Kate Madden.

Nicole er 26 ára og hefur getið sér það til frægðar á undanförnum árum að vera ættleidd dóttir söngvarans Lionels Richies, vera dugleg að láta á sér bera í samkvæmislífinu vestanhafs og taka þátt í raunveruleikaþættinum The Simple Life með Parísi Hilton.

Hún sat í fangelsi í eina klukkustund í ágúst, þá barnshafandi, eftir að hafa verið dæmd í fjögurra daga fangelsi fyrir að aka á öfugum vegarhelmingi á hraðbraut undir áhrifum fíkniefna. Þar sem fangelsi í Los Angeles eru yfirfull sitja smáglæpamenn oft ekki af sér nema brot af þeim dómum sem þeir fá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup