Beyoncé á Hótel Keflavík í nótt

Beyoncé Knowles.
Beyoncé Knowles.

Bandaríska söngkonan Beyoncé Knowles dvaldi á Hótel Keflavík í nótt ásamt fylgdarliði sínu en söngstjarnan millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið milli heimsálfa. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að Beyoncé tók alla fjórðu hæð hótelsins á leigu.

Haft er eftir Steinþóri Jónssyni, hótelstjóra, að söngkonan hefði komið óvænt með stuttum fyrirvara og var beðið um fimm svítur undir hana og fylgdarlið. Svíturnar eru á fjórðu hæðinni og vildi svo heppilega til að hún var öll laus í nótt.

„Hún fór svo í morgun ásamt öllu fylgdarliði. Strákarnir á Aðalbílum sáu um að aka þeim til og frá flugvellinum. Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minnnigar um Ísland," sagði Steinþór í samtali við vf.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir