Minningargreinin um Britney tilbúin

Britney Spears
Britney Spears AP

Bandaríska fréttastofan Associated Press er tilbúin með minningargrein um Britneyju Spears, þótt stúlkan sé ekki nema 26 ára, og mun Britney ekki vera eina stjarnan undir þrítugu sem fréttastofan hefur þegar skrifað minningargrein um til að geta birt án tafar ef allt fer á versta veg.

Það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlar eiga tilbúnar minningargreinar um frægt fólk, en í flestum tilvikum er um að ræða þá sem komnir eru á efri ár.

En áhugi fjölmiðlaneytenda á frægu, ungu fólki verður sífellt meiri. Þegar Anna Nicole Smith lést í fyrra, 39 ára, birtu The Washington Post og ýmis önnur dagblöð minningarorð um hana á forsíðu.

Michael Levine, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi í Hollywood, segir netið hafa haft þessi áhrif. Fyrir tilverknað netsins geti fólk orðið að stjörnum á einni nóttu, og fréttamiðlar neyðist því til að vera viðbúnir að rifja upp lífshlaup umræddra stjarna fyrirvaralaust.

Það var fráfall Önnu Nicole sem gerði fjölmiðla meðvitaða um nauðsyn þess að vera ætíð viðbúnir fráfalli stjörnu sem er þekkt fyrir að eiga í miklum erfiðleikum í lífinu, sagði Lou Ferrara, fréttastjóri hjá AP og einn þeirra sem ákvað að minningargrein um Britneyju yrði tilbúin.

„Ég get ekki ímyndað mér að neinum finnist þetta sérlega skemmtilegur hluti af starfinu, en þetta þarf að gera,“ sagði Ferrara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir