Þjálfari gagnrýndur eftir að brjóstamynd var sýnd í Morfís

Tinna Rut Bjarnadóttir.
Tinna Rut Bjarnadóttir.

Mikið fár hefur kviknað eftir uppákomu í ræðukeppni milli FB og Borgarholtsskóla síðastliðið föstudagskvöld. Þegar liðsmaður tapliðs Borgó stóð í pontu tók hann fram brjóstamynd af keppanda FB-liðsins, Tinnu Rut Bjarnadóttur, sem var að sögn stolið úr tölvu hennar fyrir nokkru. Á meðal viðstaddra voru móðir Tinnu og sex ára systir.

Þjálfarinn axli ábyrgðina

Atli Bollason, tónlistar- og blaðamaður, þekkir vel til Morfískeppninnar en hann var í sigurliði MH árið 2003 og var þá valinn ræðumaður Íslands. Hann segir að tryggja verði að svona lagað komi ekki fyrir aftur og áformar að ræða við framkvæmdastjórn Morfís vegna málsins.

„Þetta er hugmynd sem er auðvelt að fá en enginn með fullu viti framkvæmir. Þetta sýnir ótrúlegt dómgreindarleysi,“ segir Atli. Hann vill meina að ábyrgðin liggi hjá þjálfaranum en þjálfari ræðuliðs Borgarholtsskóla var Ingvar Örn Ákason.

„Þetta mál vekur áhugaverðar spurningar um ábyrgð þjálfarans sem er ráðinn vegna dómgreindar sinnar og innsæis. Framkvæmdastjórnin getur ekki bannað Ingvari að starfa sem þjálfari en mér finnst hún alveg geta tekið afstöðu gegn því. Þá gæti hún svipt hann dómararéttindum. Það segir sig sjálft að sá sem samþykkir þetta á ekkert erindi sem dómari í þessari keppni. Hann er búinn að dæma sig sjálfan úr leik.“

Sleginn og hótað barsmíðum

Þjálfarinn Ingvar segir það hafa verið sameiginlega ákvörðun Borgó-liðsins að nota myndina. „Við gerðum okkur kannski ekki grein fyrir alvöru málsins. Myndin var tekin af netinu og þ.a.l. er hún opinber en það réttlætir auðvitað ekki allt,“ segir Ingvar. Hann segir að lið sitt hafi beðið Tinnu afsökunar eftir keppnina en hlotið lítinn skilning. „Liðsmaðurinn sem átti í hlut bað hana innilega afsökunar og í kjölfarið sló hún hann. Eftir það var honum síðan hótað barsmíðum af einhverjum  FBingum,“ segir Ingvar.

Hann er hneykslaður yfir viðbrögðum Atla og vill meina að verið sé að veitast að persónu sinni með ómaklegum hætti. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Það að eitt atriði hafi farið úrskeiðis hjá mínu ræðuliði segir ekkert til um hvernig dómara eða manneskju ég hef að geyma. Þetta er ekki það versta sem hefur gerst í Morfís.“Tveir af þremur dómurum keppninnar sögðust hvorugur hafa áttað sig almennilega á því hvað gerðist fyrr en eftir keppnina. Myndin sást ekki frá dómaraborðinu en ef svo hefði verið hefðu þeir dæmt Borgó stærra tap.

 

Ingvar Örn Ákason.
Ingvar Örn Ákason.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup