Britney svipt sjálfræði

Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur verið tímabundið svipt sjálfræði og lögð inn á geðdeild með vísun í bandarísk lög sem heimild slíkt séu líkur taldar á að fólk skaði sjálft sig eða aðra.

Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hefur umboðsmaður hennar, Sam Lufti, unnið að því í samráði við geðlækni að láta leggja hana inn á grundvelli umræddrar lagaheimildar. Foreldrar hennar munu hins vegar hafa verið mótfalin því. 

Spears er sögð hafa verið mjög utan við sig er hún var flutt á sjúkrahús enda mun hún ekki hafa sofið frá því á laugardag. Þá segir ónefndur heimildarmaður mikla spennu hafa verið á heimili hennar er lögregla kom á vettvang.

„Lynne kennir Lutfi um það hvernig komið er. Britney öskraði á móður sína að hún ætti að halda kjafti. Það gekk svo mikið á að lögregla þurfti að tala merkjamál.” 

Samkvæmt lögum má halda Spears gegn vilja hennar í 72 klukkustundir en að þeim loknum getur geðlæknir hennar farið fram á fjórtán daga framlengingu.

Britney Spears
Britney Spears AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka