Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast

Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá …
Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá nýja húsinu þeirra.

„Við vorum búin að leita í tvo mánuði og í dag fengum við lykla að þessu litla húsi sem ég er búin að láta mig dreyma um svo lengi,“ segir Bryndís Schram, en hún og Jón Baldvin Hannibalsson festu nýverið kaup á sumarhúsi í spænska þorpinu Salobreña við strönd Miðjarðarhafsins, rétt sunnan við Granada.

„Það er stórkostlegt útsýni frá húsinu,“ segir Bryndís. „Í norðri eru þessi ógnvekjandi hvítu fjöll og hinum megin er ströndin, hafið og Afríka – hið gleymda land þarna hinum megin við sundið.“

Bryndís og Jón Baldvin hafa flakkað um Evrópu síðastliðið hálft ár, en hafa loks fundið samastað á Spáni. „Við erum búin að fara frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs,“ segir hún og heldur áfram: „Við vorum í mánuð í Króatíu og í Litháen um tíma. Síðustu mánuði höfum við verið á Spáni.“

Ósnortin náttúruperla

Bryndís er hafsjór af fróðleik um svæðið og hikar ekki við að deila fróðleik með blaðamanni. „Salobreña þýðir hinn salti klettur,“ segir hún. „Kletturinn er hvítur og rís eins og líkneski upp úr sléttunni. Efst trónir gamall kastali frá tímum Máranna. Veldi Mára stóð í 700 ár í Andalúsíu. Salobreña er allt öðruvísi þorp en önnur þorp við strendur Spánar. Þetta er algjör náttúruperla, ósnortin og látlaus.“

Spurð hvers vegna Spánn hafi orðið fyrir valinu segir Bryndís að mjög einfalt svar sé við því. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst heimulleg ást mín á spænskri tungu. Ég heimsótti Snæfríði dóttur mína í Mexíkó á meðan við bjuggum í Bandaríkjunum og fékk þá mikla löngun til að læra málið. Ég tala frönsku og það var stutt að fara yfir í spænskuna.“

Stjórnmálin upp á líf og dauða

Bryndís segir spænskuna hafa verið tómstundagaman í nokkur ár. „Þegar maður heyrir karlmenn tala er tungan svo æðrulaus – og svo dularfull og tragísk af vörum konunnar,“ segir hún. „Stjórnmálin hér á Spáni hljóma eins og þau séu upp á líf og dauða og þau eru það, enda kosningar í næsta mánuði. 9. mars verður kosið þannig að það er mjög spennandi að vera hérna.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka