Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast

Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá …
Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá nýja húsinu þeirra.

„Við vorum búin að leita í tvo mánuði og í dag fengum við lykla að þessu litla húsi sem ég er búin að láta mig dreyma um svo lengi,“ segir Bryndís Schram, en hún og Jón Baldvin Hannibalsson festu nýverið kaup á sumarhúsi í spænska þorpinu Salobreña við strönd Miðjarðarhafsins, rétt sunnan við Granada.

„Það er stórkostlegt útsýni frá húsinu,“ segir Bryndís. „Í norðri eru þessi ógnvekjandi hvítu fjöll og hinum megin er ströndin, hafið og Afríka – hið gleymda land þarna hinum megin við sundið.“

Bryndís og Jón Baldvin hafa flakkað um Evrópu síðastliðið hálft ár, en hafa loks fundið samastað á Spáni. „Við erum búin að fara frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs,“ segir hún og heldur áfram: „Við vorum í mánuð í Króatíu og í Litháen um tíma. Síðustu mánuði höfum við verið á Spáni.“

Ósnortin náttúruperla

Spurð hvers vegna Spánn hafi orðið fyrir valinu segir Bryndís að mjög einfalt svar sé við því. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst heimulleg ást mín á spænskri tungu. Ég heimsótti Snæfríði dóttur mína í Mexíkó á meðan við bjuggum í Bandaríkjunum og fékk þá mikla löngun til að læra málið. Ég tala frönsku og það var stutt að fara yfir í spænskuna.“

Stjórnmálin upp á líf og dauða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney