Leikkonan Kirsten Dunst, sem meðal annars lék í Kóngulóarmanninum, er komin í meðferð. Leikkonan hefur vakið athygli fyrir mikið úthald í næturlífinu og meðal annars verið kölluð Kirsten „Drunkst" í slúðurdálkum fjölmiðla.
En hún hefur ákveðið að breyta um lífshætti og er búin að skrá sig á meðferðarstöðina Cirque Lodge í Utah.
Heimildir tímaritsins America’s Star herma að leikkonan hafi verið á ystu nöf er hún kom í meðferðina og undir áhrifum vímuefna við komuna.
Á Dunst að hafa skráð sig í meðferð af fúsum og frjálsum vilja eftir að hafa tekið hraustlega á í næturlífinu á Sundance kvikmyndahátíðinni nýverið.