Lærði skólinn blóði drifinn

Þessi menntskælingur var króaður af við ruslatunnuna og ætti að …
Þessi menntskælingur var króaður af við ruslatunnuna og ætti að verða öllum subbum víti til varnaðar.

Lík ungra menntskælinga lágu eins og hráviði í skúmaskotum Menntaskólans í Reykjavík á föstudaginn og af ummerkjunum mátti skilja að einhver hræðileg dýr hefðu króað þá af og sogið úr þeim blóðið allt til síðasta blóðdropa.

Svo hræðilegt var það þó ekki heldur gjörningur nokkurra leikara í leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík, Herranætur, á ferð. Leikfélagið frumsýndi á föstudaginn leikritið Nosferatu: Í skugga vampírunnar. Leikritið er byggt á kvikmyndinni Shadow of the Vampire sem kom út árið 2000 en þar segir frá leikstjóra myndarinnar F.W. Murnau og tökuliði hans þar sem þeir ferðast til Tékkóslóvakíu í þeim tilgangi að búa til kvikmynd um vampíruna Nosferatu, sem Max Schreck lék en Willem Dafoe lék í Shadow of the Vampire. Mun þetta vera í 163. skipti sem Herranótt setur upp leiksýningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar